google-site-verification=Z95vgn1maPTL8fRvTbDNP8X7TAWUpSwvZHh-O8h2-Qg

 

Heimsókn til Cómpeta 

 

Cómpeta er þekkt fyrir hvít falleg krúttleg hús sem eru skreytt með hurðum og gluggum í mismunandi litum. 

Cómpeta er bær og sveitarfélag í  Málaga héraði, í Andalusia á Suður-Spáni. Maður þarf að keyra upp fjall í sirka 20 mínútur til þess að komast þangað. Þegar maður keyrir upp fjallið sér maður fallegt útsýni og margar fallegar villur með sundlaug, sem liggja út í sveitinni. ( Mun sýna ykkur myndband síðar)

 

 Sveitarfélagið er staðsett um 18 km frá ströndinni (Costa del Sol) og 52 km frá Málaga, höfuðborginni. Það er staðsett 638 m hæð yfir sjávarmáli í fjallsrætur La Maroma.

  

Sumir fá svo kallað “Competa veiki” þegar þeir koma hingað í fyrsta skiptið, af því það er svo fallegt.

 

 

Það eru um það bil 4.000 íbúar sem búa þar.

 

Þrátt fyrir að undanfarin ár hafa margir íbúar frá öðrum  löndum í Evrópu eins og Bretlandi og öðrum Norður-Evrópu, þar á meðal Þýskalandi, Danmörku, Hollandi og Noregi flutt þangað að þá er Cómpeta samt ennþá mjög spænskt.

 

Spænska menningin er ennþá mjög mikil.

 

Mér finnst Cómpeta meira tilvalið fyrir eldri borgara sem vilja slappa af eða fólk sem vill vera mikið í göngu. Þar sem þetta er staðsett á fjalli nokkurn veginn þá þarf maður að labba mikið upp og niður.

 

Sem getur tekið á í hitanum ef maður er ekki í nógu góðu formi.

Cómpeta er tilvalið fyrir þá sem eru í hestamennskunni, ef þú vilt vera í útivist, fara í göngur og njóta þess að vera í náttúrunni, og ef þú elskar Avocado! Það er sko ræktað mjög mikið af Avocado í Cómpeta. 

 

 

Á laugardögum er lítill krúttlegur markaður sem er hægt að kaupa “local” ávexti og grænmeti fyrir klink. 

Það er hægt að finna gistingu frá 28 nóttina. Hægt er að gista á  krúttlegum gistiheimilum eða leigja sér villur út í sveit með einkasundlaug!

 

Pin It on Pinterest

Share This